26. júl. 2010

Matvælaframleiðandi fær skaða sinn bættan

Matvælaframleiðandi er uppvís að því að setja bönnuð heilsuspillandi fæðubótaefni í nokkrar vörur. Viðskiptavinur hætti að greiða afborganir af sendingu af slíkri vöru þegar gallinn varð honum ljós. Framleiðandinn setti reikninginn í innheimtu og málið fór fyrir héraðsdómara. Hæstiréttur hafði áður staðfest viðkomandi fæðubótaefni ólöglegt samkvæmt landslögum.

Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að framleiðandinn hefði orðið fyrir forsendubresti með dómi Hæstaréttar og dæmdi kaupandann til að greiða fyrir vöruna að frádregnum ólöglegum efnum en með sérstöku álagi útgefnu af matvælastofu auk áfallina dráttarvaxta. Fjöldi aðila, þar á meðal ríkisstjórn landsins og nokkrir málsmetandi og lærðir menn gáfu í kjölfarið yfirlýsingar um að þetta væri réttlát niðurstaða fyrir alla.

3 ummæli:

  1. Frábær samlíking!

    SvaraEyða
  2. Svona dæmi sýna hve fráleit nálgun héraðsdóms er á þessu máli. Aldrei áður í sögu byggðar á Íslandi, hafa stjórnvöld beitt dómstóla annarri eins þvingun og hótunum og í þessu máli. Því miður stóðst dómarinn ekki þann þrýsting - nú enn og aftur er Hæstiréttur síðasta von okkar um að farið verði að lögum (c.liður 36. gr laga nr. 7/1936 er alveg skýr!).

    SvaraEyða
  3. Já, við búum við mafíustjórn: Samfylkingar-mafían.

    SvaraEyða